Elís Dofri bjargar sér

 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Thursday, August 07, 2003

 
Ég er orðinn svo flinkur og duglegur að tala að það er aldeilis frábært. Ég er líka svo blíður og góður strákur. Stundum erum við Salvör Svava að rífast og slást en ég vil alltaf kyssa á og bæta fyrir. Mér finnst gaman að leika mér í bíló og pleymó og stundum líka með dúkkurnar hennar Svövu. Ég er í sumarfríi en á þriðjudaginn byrja ég aftur á leikskólanum. Það verður gaman að hitta alla vini mína aftur og leika.