|

|
Thursday, June 26, 2003
Í gær vildi mamma alls ekki leyfa mér að fá afmæliskökuna áður en ég fór í leikskólann og varð ég mjög svekktur. Þetta var nú einu sinni afmælið mitt og ekki gaman að fara í vont skap svona snemma dags. En það lagaðist nú sem betur fer allt saman á leikskólanum. Ég fékk afmæliskórónu og svo sungu allir lag fyrir mig,,ammali í dag, ammali í dag" Þegar mamma sótti mig fórum við heim og gerðum allt tilbúið fyrir veisluna. Amma og afi komu, Þóra frænka, Emil og Sif. Svo komu Magga og Þorgrímur, Elísabet og Erla og mömmur þeirra. Síðast kom Amma Hrafnhildur og Helga Sif. Ég fékk fullt af pökkum t.d. bolta, bíl, skóflu, peysu, bol, sundskýlu, kubba, púsluspil, dýr og kúlu til að sitja dót inní. Svo grunar mig nú að ég eigi eftir að fá fleiri pakka!!
Gudrun Vala 3:59 PM
Wednesday, June 25, 2003
Í dag er ég tveggja ára og það verður veisla !!!
Gudrun Vala 3:55 AM
|