Elís Dofri bjargar sér

 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Tuesday, April 18, 2006

 
Ég er mikill listamaður og teikna og lita á hverjum degi. Enda bera myndirnar mínar af öðrum myndum. Þarf að biðja mömmu að setja sýnishorn inn á vefinn.

Wednesday, March 23, 2005

 
Ég er alltaf að segja eitthvað sniðugt. Í gær sagðist pabbi vera að fara að keyra Sölva og Nökkva í fótbolta. ,,Ha?" sagði ég ,,Nökkvi er ekki fótboltamaður, hann er tónlistarmaður" (Pabbi ruglaður)

Sunday, February 20, 2005

 
Mamma er ægilega löt við að skrifa inn á dagbókina mína. Og ég sem er svo duglegur og skemmtilegur strákur, og af nógu er að taka til að skrifa um. T.d. var ég úti í dag að leika mér. Þegar vettlingarnir voru orðnir blautir og mér kalt á puttunum kallaði ég í mömmu og sagði henni að mér væri illt í gamla puttanum. Hún fattaði ekki alveg hvað ég var að meina og spurði mig hvaða putti væri gamall. Þá rétti ég henni þumalinn, en eitthvað varð hún hugsi. Ég lét á engu bera, en sennilega hef ég ruglast á þumall og gamall. Hva... ég er nú enn að læra málið....

Wednesday, March 31, 2004

 
Nú styttist í þriggja ára afmælið mitt og mamma hefur ákveðið að þá skuli ég vera hættur að pissa í bleyjur. Þau eru nú alveg ferlega skrýtin pabbi og mamma, klappa saman lófunum í hvert sinn sem ég pissa í klósettið eða geri stórt. Má ég þá frekar biðja um næði og fá að gera stykkin mín svo lítið beri á.
Ég var svo heppinn um síðustu helgi að fá að heimsækja Þóru frænku og gista hjá henni. Emil frændi er alltaf svo góður við mig, hann líka svo flotta kalla; Batman og spiderman. Ég er nú alltaf að leika Batman sjálfur, sko ég er oftast með skikkju og er ótrúlega flottur. Svíf um húsið og bjarga öllu sem þarf að bjarga.

Wednesday, November 12, 2003

 
Mamma er nýbúin að kaupa perlur handa mér og núna finnst mér ofsa gaman að perla. Svava systir mín hjálpar mér en mínar perlur eru soldið stærri en hennar. Ég var lasinn í síðustu viku með hálsbólgu og þurfti að fá meðal. Það var nú meira ógeðið. Þegar ég var búin að frussa því nokkrum sinnum yfir pabba og mömmu og allt eldhúsið hættu þau að reyna gefa mér það. Mamma laumar því í þykkmjólkina mína og ég læt sem ég viti ekki af því. Mér gengur ekki nógu vel að æfa mig að pissa í klósettið, þótt ég eigi svaka flotta spiderman nærbuxur. Um daginn sagði ég við mömmu ,,mig langa pissa klóstið núna" en ætlaði að segja að ég væri búinn að pissa í brækurnar. Þær voru alla vega eitthvað blautar.

Saturday, November 01, 2003

 
Nú er ég sko búinn að fatta að ég get gert ýmsa fleiri hluti sjálfur en áður. Ég get t.d. klætt mig úr fötunum og stundum held ég að ég geti klætt mig í líka. Þá segi ég við mömmu ,,ég geri, ég sjálfur" En það verst að hún vill endilega að ég hætti með bleyju og fari að pissa í klósettið. Mér finnst það frekar þreytandi og ætla að fresta þessi breytingu í lengstu lög. Sjáum hvort okkar hefur betur ég eða mamma.

Monday, October 13, 2003

 
Í gær þegar við fjölskyldan vorum að borða kvöldmatinn fór ég að syngja ,,komdu með að dansa go go" og öllum fannst ég voða fyndinn. Þá söng ég þetta nokkrum sinnum aftur eftir að hafa verið klappaður upp. Mamma segir að ég sé þægasta barnið hennar, he he, ég á nú eftir að sýna henni seinna hvað í mér býr. Ég er næstum orðinn altalandi og skil allt sem þau segja en þau skilja mig nú ekki alltaf. Það er frekar pirrandi, en ég er ekkert að erfa það við þau.